• Soffía Auður Birgisdóttir

Nýtt bókaforlag


Nýtt bókaforlag hefur verið sett á laggirnar og ýtir úr vör með tveimur nýjum bókum eftir konur. Forlagið kallast Skriða og bækurnar eru Vínbláar varir eftir Sigurbjörgu Friðriksdóttur og Einsamræður eftir Birtu Þórhallsdóttur.


Þetta er fyrsta bók Birtu og hefur að geyma örsögur og eina lengri frásögn í fimm hlutum sem gerist í fortíðinni og hefur yfir sér nítjándualdar frásagnarbrag.


Vínbláar varir er önnur ljóðabók Sigurbjargar sem sendi frá sér fyrstu bókina, Gáttatif 2016. Bækurnar eru í litlu broti með grárri kápu og ljósbrúnum blaðsíðum og fara vel í vasa og veski.


Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband