• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Páskaliljur


Fyrsta ljóðið í annarri ljóðabók skáldkonunnar Vilborgar Dagbjartsdóttur, heitir Páskaliljur. Það er ort út frá sögu guðspjallanna um það þegar konur vitjuðu grafar Krists að morgni þriðja dags eftir krossfestinguna. Í upphafi er frásagan sett á svið en um miðbikið hverfist ljóðið yfir í vorljóð um von og nýtt líf.

PÁSKALILJUR

Morguninn eftir komu konurnar

til þess að gráta við gröfina.

Og sjá: Þær fundu gul blóm

sem höfðu sprungið út um nóttina.

Vorið var komið

þrátt fyrir allt.

Gleðilega páska!

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband