Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband

Páskaliljur

 

Fyrsta ljóðið í annarri ljóðabók skáldkonunnar  Vilborgar Dagbjartsdóttur, heitir Páskaliljur. Það er ort út frá sögu guðspjallanna um það þegar konur vitjuðu grafar Krists að morgni þriðja dags eftir krossfestinguna. Í upphafi er frásagan sett á svið en um miðbikið hverfist ljóðið yfir í vorljóð um von og nýtt líf.

 

PÁSKALILJUR

 

Morguninn eftir komu konurnar

til þess að gráta við gröfina.

Og sjá: Þær fundu gul blóm

sem höfðu sprungið út um nóttina.

Vorið var komið

þrátt fyrir allt.

 

Gleðilega páska!

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload