SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir13. apríl 2019

Gréta Sigfúsdóttir komin í skáldatalið

Gréta Sigfúsdóttir var virtur höfundur á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Ein skáldsagna hennar var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Það var sagan Bak við byrgða glugga, sem fjallar um hið svokallaða "ástand" í Noregi. Framhald þeirrar sögu er bók Grétu Fyrir opnum tjöldum.

Gréta er nýjasti meðlimur skáldatalsins og um hana má lesa hér. Af þessu tilefni birtum við umfjöllun um forvitnilega skáldsögu hennar, Í skugga jarðar, sem kom út 1969 en átti að gerast 1994. Rýnt er í framtíðarsýn Grétu.