Þegar mest ég þurfti við

Staka

Hjartað berst um hyggjusvið,

hugur skerst af ergi.

Þegar mest ég þurfti við,

þá voru flestir hvergi.

Friðbjörg Ingjaldsdóttir

(1918-2012)

Fátt er vitað um Friðbjörgu annað en það sem fram kemur í minningargreinum um hana.

Stakan birtist í tímaritinu 19. júní 1961, ekki er vitað um annan kveðskap eftir Friðbjörgu.