Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband

Einn merkilegasti höfundur 20. aldar

 

„Í fjórðu skáldsögu Jakobínu, Í sama klefa (1981), segir frá rithöfundi, konu sem stritar við að skrifa bók sem á að uppfylla kröfur lesenda sem og bókmenntastofnunarinnar, í og með til að fá launavíxil frá ríkinu og þar með salt í grautinn. Skáldkonan er sögumaður Í sama klefa og ávarpar oft og tíðum söguáheyranda/lesanda og deilir með honum rithöfundarraunum sínum en henni er mjög umhugað um að form bókarinnar standi undir væntingum:

 

Allt í einu minntist ég þess, að margir spekingar hafa sagt og skrifað að bók sé ósönn og ekki Góð Bók nema hún sé skrifuð í fyrstu persónu. Mér krossbrá. Góða Bókin mín er, – var – í þriðju persónu. Breyting hugsanleg? Vissulega, nema vegna þess að aðalpersóna (fyrsta persóna) átti að deyja í sögulok og ýmislegt að gerast eftir það. Þá þarf einhver að koma með eftirmála. Í Góðri Bók stóð höfundur (ég) álengdar og horfði skyggnum augum á persónur, umhverfi og atburði. (Finnst þér þetta of háfleygt orðalag?) [...] Vitanlega er hægt að skrifa bók í þriðju persónu. Góða Bók. En hvort sem Góð Bók er skrifuð í fyrstu eða þriðju persónu, þá verður hún aldrei Marktækt Hugverk ef höfundurinn er nokkursstaðar nærri, hvort heldur er álengdar eða inni í miðju verki“ (Í sama klefa, 1981).

 

Ásta Kristín Benediktsdóttir fjallar um höfundarverk Jakobínu Sigurðardóttur í meistararitgerð sinni frá 2010 og sannar að Jakobína Sigurðardóttir hafi átt stóran þátt í þeirri endurnýjun skáldsagnaformsins sem varð á Íslandi á 7. áratugnum og þar með sé hún  einn af merkilegustu höfundum Íslendinga á 20. öld. Íslensk bókmenntasaga var þó furðu fámál um höfund þennan.

 

 

Mynd af Jakobínu er fengin af facebook síðu um skáldkonuna.

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload