Tvö verk eftir íslenskar skáldkonur hlutu tilnefningu til barna- og unglingabókmennta Norðurlandaráðs 2019

 Á þriðjudaginn var tilkynnt á alþjóðlegu bókamessunni í Bologna hvaða verk hlutu tilnefningu til barna- og unglingabókmennta Norðurlandaráðs 2019. Fjórtán verk voru tilnefnd en átta norræn tungumál eiga fulltrúa þar á meðal. Fyrir Íslands hönd voru tilnefndar skáldsögurnar Silfurlykillinn eftir Sigrúnu Eldjárn og Rotturnar eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur. Sigrún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2018 fyrir Silfurlykilinn og Ragnheiður hlaut tilnefningu til verðlaunanna fyrir Rotturnar. Nálgast má upplýsingar um öll tilnefnd verk á vef Norðurlandaráðs

 

Þann 29. október kemur í ljós hver hlýtur barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2019. Verðlaunaafhending fer fram í Stokkhólmi í tengslum við þing Norðurlandaráðs og hlýtur verðlaunahafinn verðlaunagrip ásamt 350 þúsund dönskum krónum.

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband