Alltaf eins og ný

„Sígild þemu eins og ástin, dauðinn og tíminn sem gætu virkað þreytt og máð, verða alltaf eins og ný í hennar meðförum. Ljóðin eru hlý, gefandi, heimspekileg og mannbætandi. Hún hefur frábært vald á tungumálinu, gjörþekkir mátt orðsins, kraft þess og kynngi“ segir í ritdómi um ljóðabók Steinunnar Sigurðardóttur frá 2016, Af ljóði ertu komin.