• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Önnur - á ýmsum aldri

Þrjár skáldmæltar Önnur hafa nú bæst við sístækkandi skáldatalið okkar. Ein er Anna Gréta Jónsdóttir, fædd 1947, önnur er Anna Ingólfsdóttir, fædd 1961, og sú þriðja heitir Anna Margrét Björnsson, fædd 1972.

Önnurnar í Skáldatalinu eru þá orðnar sjö talsins því þar má einnig finna Önnu Dóru Antonsdóttur, f. 1952, Önnu S. Björnsdóttur, f. 1948, Önnu Karin Júlíussen, f. 1946, og Önnu Þórdísi Eldon, f. 1858.