• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Handsterk með ólíkindum

Kjarnakonan og hagyrðingurinn Málfríður Friðgeirsdóttir lætur til sín taka í skáldatalinu:

„Málfríður var stórbrotin kona og skaphörð. Hún var hávaxin, svipmikil og sköruleg. Hún var handsterk með ólíkindum og sigraði sterkustu menn í krók þegar hún var komin á tíræðisaldur. Kjarkur hennar og dugnaður var óbilandi allt til enda þrátt fyrir erfiðleika og áföll. Málfríður starfaði allmikið að félagsmálum, einkum bindindismálum og var heiðursfélagi í stúkunni „Gleym mér ei“ á Sauðárkróki.

Málfríður var hagmælt og setti saman tækifærisvísur og kvæði sem safnað var saman á bók 1950.“

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband