Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband

Innblástur skógarguðsins - Hallfríður J. Ragnheiðardóttir

12.3.2019

 

 

 

vakinn af „Úranusi“ í tónverki Gustavs Holst, Pláneturnar 

 

 

Hrifin inn í dimman skóg

þýtur í laufi

 

þungstígt skekur bjarndýr grund

fetar fimlega úlfur

 

berskjaldað ólmast hjarta

í konubrjósti

 

rásar um æðar

eldforn ótti

þrymur í eyrum

 

ósköp

 

vekja af svefni

djarfhuga dís

 

bendi ýviðarbogann

legg þrá mína á streng

 

skýst sem örskotsleiftur

upp gegnum glundroðans dyn

silfurskært tónstef

 

málar mynd:

 

Fikrar sig mót ljóssytri um laufþak

varfærnislega, veikburða

vekur djúpar kenndir

smáblóm rautt

sem blóð við rætur hins sígræna trés.

 

 (2014)

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload