Handsterk með ólíkindum

12.3.2019

Kjarnakonan og hagyrðingurinn Málfríður Friðgeirsdóttir lætur til sín taka í skáldatalinu:

 

„Málfríður var stórbrotin kona og skaphörð. Hún var hávaxin, svipmikil og sköruleg. Hún var handsterk með ólíkindum og sigraði sterkustu menn í krók þegar hún var komin á tíræðisaldur. Kjarkur hennar og dugnaður var óbilandi allt til enda þrátt fyrir erfiðleika og áföll. Málfríður starfaði allmikið að félagsmálum, einkum bindindismálum og var heiðursfélagi í stúkunni „Gleym mér ei“ á Sauðárkróki.

 

Málfríður var hagmælt og setti saman tækifærisvísur og kvæði sem safnað var saman á bók 1950.“

 

 

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband