• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Stund klámsins runnin upp

Kristín Svava Tómasdóttir, skáld og sagnfræðingur, hlaut í dag viðurkenningu Hagþenkis 2019 fyrir bók sína Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar sem Sögufélag gefur út. Þetta er fyrsta fræðilega bókin sem skrifuð hefur verið um klám á Íslandi.

Þetta var tilkynnt í dag. Að mati viðurkenningarráðs Hagþenkis er hér á ferðinni brautryðjandaverk um sögu kláms og kynverundar á Íslandi sem byggir á afhjúpandi rannsóknum á vandmeðförnu efni.

Kristín Svava fékk viðurkenningarskjal, blómvönd og 1250 þúsund króna verðlaunafé.

Til hamingju, Kristín Svava!

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband