Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband

Stund klámsins runnin upp

Kristín Svava Tómasdóttir, skáld og sagnfræðingur, hlaut í dag viðurkenningu Hagþenkis 2019 fyrir bók sína Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar sem Sögufélag gefur út. Þetta er fyrsta fræðilega bókin sem skrifuð hefur verið um klám á Íslandi.

 

Þetta var tilkynnt í dag. Að mati viðurkenningarráðs Hagþenkis er hér á ferðinni brautryðjandaverk um sögu kláms og kynverundar á Íslandi sem byggir á afhjúpandi rannsóknum á vandmeðförnu efni.

 

Kristín Svava fékk viðurkenningarskjal, blómvönd og 1250 þúsund króna verðlaunafé.

 

Til hamingju, Kristín Svava!

 

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload