• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Fimm skáldkonur

Bekkur íslenskra skáldkvenna þéttist í sífellu. Í vikunni bættust fimm við skáldatalið:

Ásdís Halla Bragadóttir sem skrifað hefur dramatíska fjölskyldusögu sína (Tvísaga og Hornauga), Elísabet Geirmundsdóttir en hún var fjölhæf listakona sem m.a. orti ljóð en lést fyrir aldur fram, Svanhildur Þorsteinsdóttir Erlingssonar hin fagra sem skrifaði smásögur, Sigrún Björnsdóttir, en hún er ritlistarnemi um þessar mundir, auk ungskáldsins Þóru Hjörleifsdóttur sem sendi frá sér skáldsöguna Kviku á dögunum um sjúka ást.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband