Nýtt ljóð ort í tilefni frétta af bláum tönnum og horfnum konum

 

Sigrún Björndóttir skáld orti ljóð í tilefni frétta af bláum tönnum og horfnum konum og birtum við það hér á Skáld.is sem er einmitt vefur helgaður konum sem skrifa. Nánari upplýsingar um Sigrúnu má finna í Skáldatalinu.

 

Lapis lazuli

 

hugsa til þín systir 

með hafið í penslinum 

rándýrt himnarykið

heiðríkjuna sjálfa

 

hugsa um tungu þína

væta helgasta litinn

heitar varir

hvessa drættina

 

þú myndlýstir handrit

öðrum betur

munstraðir skinnið

fínbláum línum

 

hugsa um strit þitt

mulinn stein, Maríuklæði

hafblik í tönnum þínum

þúsund árum síðar

 

Sigrún Björnsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband