SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 4. febrúar 2019

Hlekkir - Arnliði Álfgeir

Árið 1959 kom út ljóðabókin Kirkjan á hafsbotni og var hún merkt höfundinum Arnliða Álfgeir. Lengi vel var talið víst að þar væri karlmaður á ferð en seinna kom á daginn að þarna leyndist kona sem orti ástarljóð til annarrar konu, líkt og rakið hefur verið í Skáldatali.

HLEKKIR

Aldrei get ég orðum ausið

óska minna hyl.

Aldrei get ég lifað,

það eitt sem ég vil.

Aldrei get ég orðið,

það sem aðrir vilja sjá.

Engum get ég sagt

mína innstu þrá.