Strandir - Rósa B. Blöndals

 

 

Þú norðurbyggð, hve nóttin þín er löng
og nístingsþeli haustsins kemur fljótt
með skammra daga skuggans þröngu göng,
er skyggja hug og sjúga lífsins þrótt.

 

Hér finnst mér kynlegt sog frá djúpum sjó
að sál mér líði þungum tregaróm,
og mjúklát haustsins hálfdimm aftanró
að hjarta mínu leggi frosin blóm.

 

Og seinna verður sólargangan þung,
er sést hún roða fjallsins efstu brún.
Hve fögur, elskuð, fagurrjóð og ung,
er fannhvítt enni dalsins kveður hún.

 

En hér á vetur tunglsins töfranótt.
Þá tindrar hjarnið allt af stjörnumergð.
Og hér er fegurst vorsins geislagnótt.
Og grænna ilmanlyng þú hvergi sérð.

 

(Rósa B. Blöndals, 1966)

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband