Val bóka sem tilnefndar eru til íslensku bókmenntaverðlaunanna fer þannig fram að Félag íslenskra bókaútgefenda skipar dómnefndir sem velja fimm úr þeim bókum sem lagðar eru fram til tilnefningar (af bókaútgefendum). Lokadómnefnd sem velur eina bók er skipuð af formönnum dómnefnda og einum sem forseti Íslands tilnefnir og er sá jafnframt formaður dómnefndar. Verðlaunin eru nú afhent í 30. sinn. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk.
Verðlaunahafi í flokki barna- og ungmennabókmennta 2018:
Silfurlykillinn eftir Sigrúnu Eldjárn
Tilnefndar:
Sagan um Skarphéðin Dungal sem setti fram nýjar kenningar um eðli alheimsins eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring
Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur
Rotturnar eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur
Sölvasaga Daníelssonar eftir Arnar Má Arngrímsson
Verðlaunahafi í flokki fagurbókmennta 2018:
Sextíu kíló af sólskini eftir Hallgrím Helgason
Tilnefndir:
Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur
Lifandilífslækur eftir Bergsvein Birgisson
Sálumessa eftir Gerði Kristnýju
Haustaugu eftir Hannes Pétursson
Verðlaunahafi í flokki fræðirita 2018:
Flóra Íslands. Blómplöntur og birkningar eftir Hörð Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóru Ellen Þórhallsdóttur
Tilnefndar:
Þjáningarfrelsið. Óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla eftir Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur
Bókasafn föður míns eftir Ragnar Helga Ólafsson
Kristur. Saga hugmyndar eftir Sverri Jakobsson
Skúli fógeti - faðir Reykjavíkur eftir Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur