Íslensku bókmenntaverðlaunin 2018

Val bóka sem tilnefndar eru til íslensku bókmenntaverðlaunanna fer þannig fram að Félag íslenskra bókaútgefenda skipar dómnefndir sem velja fimm úr þeim bókum sem lagðar eru fram til tilnefningar (af bókaútgefendum). Lokadómnefnd sem velur eina bók er skipuð af formönnum dómnefnda og einum sem forseti Íslands tilnefnir og er sá jafnframt formaður dómnefndar. Verðlaunin eru nú afhent í 30. sinn. Verðlauna­upp­hæðin er ein millj­ón króna fyr­ir hvert verðlauna­verk.

Verðlaunahafi í flokki barna- og ungmennabókmennta 2018:

Silf­ur­lyk­ill­inn eft­ir Sigrúnu Eld­járn

Tilnefndar:

Sag­an um Skarp­héðin Dungal sem setti fram nýj­ar kenn­ing­ar um eðli al­heims­ins eft­ir Hjör­leif Hjart­ar­son og Rán Flygenring

Ljónið eft­ir Hildi Knúts­dótt­ur

Rott­urn­ar eft­ir Ragn­heiði Eyj­ólfs­dótt­ur

Sölvasaga Daní­els­son­ar eft­ir Arn­ar Má Arn­gríms­son

Verðlaunahafi í flokki fag­ur­bók­mennta 2018:

Sex­tíu kíló af sól­skini eft­ir Hall­grím Helga­son

Tilnefndir:

Ung­frú Ísland eft­ir Auði Övu Ólafs­dótt­ur

Lif­andi­lífs­læk­ur eft­ir Berg­svein Birg­is­son

Sálu­messa eft­ir Gerði Krist­nýju

Haustaugu eft­ir Hann­es Pét­urs­son

Verðlaunahafi í flokki fræðirita 2018:

Flóra Íslands. Blóm­plönt­ur og birkn­ing­ar eft­ir Hörð Krist­ins­son, Jón Bald­ur Hlíðberg og Þóru Ell­en Þór­halls­dótt­ur

Tilnefndar:

Þján­ing­ar­frelsið. Óreiða hug­sjóna og hags­muna í heimi fjöl­miðla eft­ir Auði Jóns­dótt­ur, Báru Huld Beck og Stein­unni Stef­áns­dótt­ur

Bóka­safn föður míns eft­ir Ragn­ar Helga Ólafs­son

Krist­ur. Saga hug­mynd­ar eft­ir Sverri Jak­obs­son

Skúli fógeti - faðir Reykja­vík­ur eft­ir Þór­unni Jörlu Valdi­mars­dótt­ur