SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir21. janúar 2019

Sólveig er bæjarlistamaður

Sólveig Pálsdóttir rithöfundur var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019 við hátíðlega athöfn á bókasafni Seltjarnarness föstudaginn 18. janúar. Þetta er í 23ja sinn sem bæjarlistamaður Seltjarnarness er útnefndur en í fyrsta sinn sem að rithöfundur hlýtur þennan heiður.

Frá árinu 2013 hefur Sólveig starfað sem rithöfundur. Þegar hafa komið út eftir hana fjórar glæpasögur sem allar hafa hlotið góða dóma og vinnur Sólveig nú að sinni fimmtu bók sem kemur út í haust. Fyrsta skáldsagan hennar, Leikarinn kom út árið 2012, Hinir réttlátu árið 2013, Flekklaus árið 2015 og Refurinn árið 2017.

Sólveig er í skáldatalinu.

Til hamingju!