Ljóð - Laufey Valdimarsdóttir

 

 

 

Laufey Valdimarsdóttir (1850-1945) er landskunn fyrir framlag sitt til kvenréttinda en minna þekkt fyrir skáldskap sinn, enda er hann ekki mikill að vöxtum. Það komu þó út ljóð eftir hana á meðan hún lifði og Ólöf Nordal bjó til prentunar úrval texta sem kom út fáeinum árum eftir að hún lést. Þá rötuðu sum ljóða hennar á hljómdiska og samdi Sigfús Halldórsson lag við ljóðið sem hér birtist og heyra má upphaf þess á vefnum Hljóðsafn.is:

 

 

 

Ljóð

 

Mig langar svo sárt til að sjá þig,

að svefninn af augum mér flýr

og hverfur sem hugurinn hraður

heim til þín, þar sem þú býr. –

Vill hann þig fanga

um vorkveldið langa

og vefja að hjarta sér.

Allt, sem ég þagði um

og aldrei þér sagði,

á hann að flytja þér.

 

 

 

 

Myndin af Laufeyju er sótt á vefsíðu Kvennasögusafns Íslands.

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband