• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Pyrrhos og Kíneas í íslenskri þýðingu

Heimspekiritið Pyrrhos og Kínesas eftir Simone de Beauvoir er nú komið út í íslenskri þýðingu Móheiðar Hlífar Geirlaugsdóttur sem einnig ritar inngang. Bókin kom fyrst út árið 1944 og er hún fyrsta heimspekiverk Beauvoir. Líkt og segir á vefsíðu Hins íslenska bókmenntafélags markar Beauvoir með þessu fyrsta riti sínu ,,sérstöðu sína sem tilvistarheimspekingur og siðfræðingur með hugleiðingum um stöðu mannsins í heiminum, þrotlausa leit hans að tilgangi, grundvöll siðferðis, mannleg samskipti, tengslamyndun og einstaklingsfrelsi."


Móheiður Hlíf hefur einnig fengist nokkuð við ljóðagerð en frekari upplýsingar um hana má finna í Skáldatalinu.


Í Lest gærdagsins var viðtal við Móheiði Hlíf um heimspekirit Beauvoir. Nálgast má þáttinn hér.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband