• Soffía Auður Birgisdóttir

Jólagjöf frá Ríkisútvarpinu

Rás 1 og menningarvefur RUV gefur landsmönnum góða jólagjöf í ár: Í Hlaðvarpi og spilara RUV verður hægt að njóta þess að hlusta á 5 íslenskar skáldsögur: HRINGSÓL eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur, ÓSJÁLFRÁTT eftir Auði Jónsdóttur, ÖR eftir Auði Övu Ólafsdóttur, MÁNASTEIN eftir Sjón og SANDÁRBÓKINA eftir Gyrði Elíasson. Allt eru þetta stórkostlegar skáldsögur sem við mælum með að áhugamenn um bókmenntir láti ekki fram hjá sér fara.