Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband

Pyrrhos og Kíneas í íslenskri þýðingu

 

 

 

Heimspekiritið Pyrrhos og Kínesas eftir Simone de Beauvoir er nú komið út í íslenskri þýðingu Móheiðar Hlífar Geirlaugsdóttur sem einnig ritar inngang. Bókin kom fyrst út árið 1944 og er hún fyrsta heimspekiverk Beauvoir. Líkt og segir á vefsíðu Hins íslenska bókmenntafélags markar Beauvoir með þessu fyrsta riti sínu ,,sérstöðu sína sem tilvistarheimspekingur og siðfræðingur með hugleiðingum um stöðu mannsins í heiminum, þrotlausa leit hans að tilgangi, grundvöll siðferðis, mannleg samskipti, tengslamyndun og einstaklingsfrelsi." 

 

Móheiður Hlíf hefur einnig fengist nokkuð við ljóðagerð en frekari upplýsingar um hana má finna í Skáldatalinu.

 

Í Lest gærdagsins var viðtal við Móheiði Hlíf um heimspekirit Beauvoir. Nálgast má þáttinn hér.

 

 

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload