• Soffía Auður Birgisdóttir

Elísabet með nýja ljóðbók!


Elísabet Kristín Jökulsdóttur heldur uppteknum hætti og gefur nýja bók rétt fyrir jólin. Ljóðabókin STJARNA Á HIMNI hefur undirtitilinn: Lítil sál sem aldrei komst til jarðar. Í bókinni yrkir Elísabet um sorgina sem fylgir fósturláti og býr eftirleiðis í hjarta lifenda og sem stjarna á himni. Hún yrkir einnig um að maður eigi ekki að æða „inní sorg annarra á skítugum / skónum og byrja að taka til“ heldur „leyfa fólki að syrgja.“ Hún yrkir hún um vanmátt orða þegar sorg og sársauki ráða völdum:


Dauðinn


Dauðinn hrifsar ekki bara lítið fóstur

hann hrifsar til sín öll orðin

tímann og þrekið

skilninginn


Með ljóðunum sýnir Elísabet hins vegar fram á skáldskapurinn er einmitt það afl sem býr yfir mættinum til að tjá hið ósegjanlega. Elísabet tileinkar syni sínum og tengdadóttur bókina og forsíðuna prýðir mynd eftir eina af ömmustelpunum hennar.