Fjöldi kvenna hreppti Verðlaun bóksala

 

Í gærkvöldi var tilkynnt í bókmenntaþættinum Kiljunni hvaða bækur hlutu Verðlaun bóksala í ár. Þau voru ófá verkin eftir konur sem hrepptu verðlaunin. 

 

Í flokki íslenskra skáldverka vermir Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur fyrsta sæti, Kláði eftir Fríðu Ísberg hlaut annað sæti og Þorpið eftir Ragnar Jónasson var í þriðja sæti.

 

Í flokki ljóðabóka hlaut Sálumessa eftir Gerði Kristnýju fyrsta sætið, Smáa letrið eftir Lindu Vilhjálmsdóttur annað sætið og Því miður eftir Dag Hjartarson lenti í þriðja sætinu.

 

Í flokki ungmennabóka var Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur efst á lista, Rotturnar eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur hreppti annað sætið og Sölva saga Daníelssonar eftir Arnar Már Arngrímsson lenti í þriðja sætinu.

 

Í flokki ævisagna vermir Hasim eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur efsta sætið, Hornauga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur hlaut annað sæti og Skúli fógeti eftir Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur lenti í þriðja sætinu ásamt Hundakæti eftir Þorstein Vilhjálmsson.

 

Í flokki handbóka lenti Flóra Íslands eftir Þóru Ellen Þórhallsdóttur, Hörð Kristinsson og Jón Baldur Hlíðberg í fyrsta sæti, Stund klámsins eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur í öðru sæti og Gleðin að neðan eftir Ninu Brochmann og Ellen Støkken Dahl (í þýðingu Sögu Kjartansdóttur) í þriðja sæti. 

 

Í flokki íslenskra barnabóka hreppti fyrsta sætið Ljóðpundari eftir Þórarinn Eldjárn (myndskreytt af Sigrúnu Eldjárn) annað sætið kom í hlut Skarphéðins Dungal eftir Hjörleif Hjartarson (myndskreytt af Rán Flygenring) og Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar Þór Benediktsson lenti í þriðja sæti.

 

Í flokki þýddra barnabóka er bókin um Múmínálfana eftir Tove Jansson efst (í þýðingu Steinunnar Briem og Þórdísar Gísladóttur), Miðnæturgengið eftir David Walliams í öðru sæti og Handbók fyrir ofurhetjur eftir Elias og Agnes Våhlund (í þýðingu Ingunnar Snædal) í hinu þriðja.

 

Í flokki þýddra skáldsagna lenti Allt sundrast eftir Chinua Achebe (Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi) í fyrsta sæti, Smásögur heimsins: Asía og Eyjaálfa (ýmsir þýðendur) í öðru sæti og Homo sapína eftir Niviac Korneliussen (Heiðrún Ólafsdóttir þýddi) lenti í þriðja sæti ásamt Etýður í snjó eftir Yoko Tawada (í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur) . 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband