• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Hnotubrjóturinn og músakóngurinn loksins á íslensku

Þann 6. desember síðastliðinn kom Hnotubrjóturinn og músakóngurinn í fyrsta sinn út í íslenskri þýðingu. Höfundur verksins er E. T. A. Hoffmann (1776–1822), einn aðalhöfundur rómantísku stefnunnar, en Hulda Vigdísardóttir þýddi verkið úr frumtexta hans á þýsku. Ævintýrið birtist fyrst á prenti í Berlín fyrir meira en tvö hundruð árum en er afar nýstárlegt og óhefðbundið fyrir sinn tíma. Það er skrifað fyrir börn en höfðar þó jafnt til fullorðinna og barna.​​

Sagan er á vissan hátt ákveðið tímamótaverk í bókmenntasögunni þar sem það er með elstu rómantísku ævintýrunum og hefur haft mótandi áhrif á marga seinni tíma listamenn.

Bókin er 140 blaðsíður og prentuð á Íslandi í Ísafoldarprentsmiðju en hana prýða fallegar vatnslitamyndir eftir listakonuna Margréti Reykdal. Hulda annaðist sjálf útgáfu, umbrot og aðra hönnun.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband