SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 4. desember 2018

Góð stemning á tilnefningahátíð Fjöruverðlauna

Hún var mikil og góð stemningin á tilnefningahátíð Fjöruverðlauna - bókmenntaverðlauna kvenna á Íslandi sem fram fór í Borgarbókasafni Reykjavíkur seinni partinn í gær.

Í flokki barna- og unglingabókmennta hlutu tilnefningar: Lang-elstur í leynifélaginu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, Fíasól gefst aldrei upp eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Sjúklega súr saga eftir Sif Sigmarsdóttur og Halldór Baldursson.

Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis voru tilnefndar bækurnar: Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla eftir Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur, Krullað og klippt: Aldarsaga háriðna á Íslandi eftir Báru Baldursdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur og Skiptidagar – Nesti handa nýrri kynslóð eftir Guðrúnu Nordal.

Í flokki fagurbókmennta voru tilnefndar: Ástin, Texas eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur og Kláði eftir Fríðu Ísberg.