• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Góð stemning á tilnefningahátíð Fjöruverðlauna


Hún var mikil og góð stemningin á tilnefningahátíð Fjöruverðlauna - bókmenntaverðlauna kvenna á Íslandi sem fram fór í Borgarbókasafni Reykjavíkur seinni partinn í gær.

Í flokki barna- og unglingabókmennta hlutu tilnefningar: Lang-elstur í leynifélaginu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, Fíasól gefst aldrei upp eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Sjúklega súr saga eftir Sif Sigmarsdóttur og Halldór Baldursson.

Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis voru tilnefndar bækurnar: Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla eftir Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur, Krullað og klippt: Aldarsaga háriðna á Íslandi eftir Báru Baldursdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur og Skiptidagar – Nesti handa nýrri kynslóð eftir Guðrúnu Nordal.

Í flokki fagurbókmennta voru tilnefndar: Ástin, Texas eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur og Kláði eftir Fríðu Ísberg.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband