SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 9. nóvember 2018

Blóðhófnir fluttur í Gautaborg

Söguljóðið Blóðhófnir eftir Gerði Kristnýju verður flutt á vordögum í tónleikahöllinni í Gautaborg. Tónverkið er eftir sænska tónskáldið Karin Rehnqvist og er flutt af Ensemble Recherche og Lenu Willemark í þýðingu John Swedenmark. Blóðhófnir kom út árið 2010 og fjallar um jötunmeyna Gerði Gymisdóttur sem Skírnir sótti til Jötunheima, á hestinum Blóðhófni, handa frjósemisgoðinu Frey. Ljóðabókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2010 og var sömuleiðis valin besta ljóðabók ársins af starfsfólki bókaverslana.

Frekari upplýsingar um tónverkið má nálgast hér.

Hér er veitt innsýn í tilurð verksins og hugmyndir tónskáldsins: