• Ása Jóhanns

Kláði - Nýjar smásögur eftir Fríðu Ísberg


Út er komin bókin Kláði eftir Fríðu Ísberg. Sögurnar í þessu fyrsta smásagnasafni hennar eru í senn djarfar, sposkar og ríkar af innsæi. Áður hefur Fríða sent frá sér ljóðabókina Slitförin sem hlaut góðar viðtökur. Hlaut hún Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta, Bóksalaverðlaunin í flokki ljóða árið 2017 og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2018.

í Kláði smeygir Fríða sér af lipurð milli hugarheima ýmissa einstaklinga sem á einn eða annan hátt klæjar undan væntingum eða kröfum samtíma síns.

Nánari upplýsingar um Fríðu Ísberg í Skáldatali

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband