• Ása Jóhanns

Ég græt þig - Sigurbjörg Þrastardóttir yrkir

Ljóð dagsins er eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur og kom út í ljóðabókinni Kátt skinn (og gloría) árið 2014.

Ég græt þig

Menn skyldu ekki gefa nema

það sem þeir sjá eftir að hafa gefið

skilst mér

að Ragnar í sirka Smára hafi sagt og

þykir helst heimspekilegt af honum

auk þess sem einhver hefur án efa

orðað slíkt betur syðst í Bæjaralandi eða

austur af Helsinki, nei, vér skyldum

ekki hlusta á taugaspuna, ég

hneigist heldur að vísindum, spakmælum er lúta að lekum

skrokkum, er sérlegur sökker fyrir

latneskum orðum sem smjúga

merg, sclera er, held ég, hvítan í augunum

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband