Ég græt þig - Sigurbjörg Þrastardóttir yrkir

4.10.2018

Ljóð dagsins er eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur og kom út í ljóðabókinni Kátt skinn (og gloría) árið 2014.

 

 

 

Ég græt þig

 

Menn skyldu ekki gefa nema

það sem þeir sjá eftir að hafa gefið

skilst mér

að Ragnar í sirka Smára hafi sagt og

þykir helst heimspekilegt af honum

auk þess sem einhver hefur án efa

orðað slíkt betur syðst í Bæjaralandi eða

austur af  Helsinki, nei, vér skyldum

ekki hlusta á taugaspuna, ég

hneigist heldur að vísindum, spakmælum er lúta að lekum

skrokkum, er sérlegur sökker fyrir

latneskum orðum sem smjúga

merg, sclera er, held ég, hvítan í augunum

 

 


 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband