• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Konan í þokunni - Steinunn Sigurðardóttir


Ljóð vikunnar að þessu sinni er eftir Steinunni Sigurðardóttur og birtist í ljóðabókinni Þar og þá árið 1971.

Konan í þokunni

Þar villtist konan í þokunni

afþví hún áfram gekk

en átti að vera kjur.

Aumingja konan í þokunni

allt sá hún vitlaust

og ekkert rétt.

Svo settist hún niður

eftir þrjú ár í þokunni

og áði um stund.

Þegar dagur rann

þá varð hún að steini

konan í þokunni

afþví hún hafi áfram gengið

en átti að vera kjur.

Myndin er sótt á vefsíðuna www.dfs.is

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband