SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir31. júlí 2018

Fjallafólk og fleira

Þorbjörg Árnadóttir

 

 

Nýjasta viðbótin í Skáldatalið er Þorbjörg D. Árnadóttir (1898-1984).

Hún var fyrst Íslendinga til að ljúka meistaraprófi í hjúkrunarfræði árið 1945 en meðfram starfi sínu skrifaði hún fjórar skáldsögur, eitt leikrit, fræðibók um heilsuvernd mæðra og ungbarna, fjölda bréfa og blaðagreina um hjúkrun, og ferðabókina Pílagrímsför, sem lýkur á þessum orðum:

„Í sæti mínu í flugvélinni hugsa ég til fjallafólksins, sem með sigg í lófum byggði félagsheimili sitt, öræfabóndans, sem reisti Guði sínum hús, og konunnar, sem ræktaði garðinn sinn. Og það er sem geislar smjúgi í gegnum þokumyrkrið og mér hlýnar í hjarta.“