• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

festing (nákvæmni) - Guðrún Hannesdóttir

Ljóð vikunnar er festing (nákvæmni) sem birtist í nýjustu ljóðabók Guðrúnar Hannesdóttur sem kom út árið 2016. Frekari upplýsingar um Guðrúnu má finna í Skáldatalinu.

festing (nákvæmni)

ég er búinn að mála hvelfinguna

himinbláa

búinn að tálga stjörnurnar

slípa þær á alla kanta

og gylla

það erfiðasta er eftir:

að festa þær upp

af ýtrustu nákvæmni

ekki má skeika

neinu sem nemur

því þá fara augu

kirkjugesta

að hvarfla frá einni

skekkju til annarrar

hugurinn að ígrunda

ófullkomleik lífsins

hjörtun hætta að ljóma

og slá í takt við undur sköpunarverksins

- ertu búinn að taka saman burstana?

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband