• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Vönduð dagskrá um skáldkonuna Huldu

Skáld.is mætti í gærkvöldi á glæsilega tónlistardagskrá í tali og tónum um líf skáldkonunnar Huldu. Viðburðurinn bar yfirskriftina Hulda - Hver á sér fegra föðurland og var fullt út að dyrum í Hannesarholti. Þórhildur Örvarsdóttir söng lög við ljóð Huldu við undirleik Helgu Kvam á píanó. Á milli laga sögðu listakonurnar frá lífshlaupi Huldu og verkum hennar og lásu eftir hana valin ljóð. Flutningurinn var afar vandaður og hreif mjög gestina í salnum.

Þórhildur og Helga eiga víðar stefnumót við Huldu en hægt er að nálgast dagskrá sumarsins hér.

Myndir: JGT

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband