• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Vönduð dagskrá um skáldkonuna Huldu

Skáld.is mætti í gærkvöldi á glæsilega tónlistardagskrá í tali og tónum um líf skáldkonunnar Huldu. Viðburðurinn bar yfirskriftina Hulda - Hver á sér fegra föðurland og var fullt út að dyrum í Hannesarholti. Þórhildur Örvarsdóttir söng lög við ljóð Huldu við undirleik Helgu Kvam á píanó. Á milli laga sögðu listakonurnar frá lífshlaupi Huldu og verkum hennar og lásu eftir hana valin ljóð. Flutningurinn var afar vandaður og hreif mjög gestina í salnum.

Þórhildur og Helga eiga víðar stefnumót við Huldu en hægt er að nálgast dagskrá sumarsins hér.

Myndir: JGT