Vönduð dagskrá um skáldkonuna Huldu

Skáld.is mætti í gærkvöldi á glæsilega tónlistardagskrá í tali og tónum um líf skáldkonunnar Huldu. Viðburðurinn bar yfirskriftina Hulda - Hver á sér fegra föðurland og var fullt út að dyrum í Hannesarholti. Þórhildur Örvarsdóttir söng lög við ljóð Huldu við undirleik Helgu Kvam á píanó. Á milli laga sögðu listakonurnar frá lífshlaupi Huldu og verkum hennar og lásu eftir hana valin ljóð. Flutningurinn var afar vandaður og hreif mjög gestina í salnum. 

 

Þórhildur og Helga eiga víðar stefnumót við Huldu en hægt er að nálgast dagskrá sumarsins hér

 

Myndir: JGT

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband