• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Ólöf frá Hlöðum


Ólöf Sigurðardóttir fæddist 9. apríl árið 1857 á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu. Hún sendi frá sér tvær ljóðabækur sem báðar fengu hinn hógværa titil Nokkur smákvæði, árið 1888 og 1913. Auk þeirra skrifaði hún afar merkilega frásögn um bernskuheimili sitt sem birtist í Eimreiðinni árið 1906. Þar er nöturlegum húsakynnum lýst og fátæklegu, íslensku heimilishaldi.

Í Frjálsum höndum síðastliðinn sunnudag las Illugi Jökulsson úr frásögn Ólafar, Bernskuheimili mitt. Hér má hlýða á þáttinn.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband