SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir16. júní 2018

Lilja Sigurðardóttir hlaut Blóðdropann 2018

Síðastliðinn fimmtudag hlaut Lilja Sigurðardóttir Blóðdropann 2018, hin íslensku glæpasagnaverðlaun, fyrir skáldsögu sína Búrið. Búrið er síðasti hluti þríleiks en fyrri bækurnar eru Gildran, sem kom út árið 2015, og Netið, 2016.

Hið íslenska glæpafélag var stofnað árið 1999 og er félag rithöfunda og áhugafólks um glæpasögur. Blóðdropinn hefur verið veittur frá árinu 2007 en Lilja er önnur konan til þess að hreppa verðlaunin. Þau komu í hlut Yrsu árið 2015 fyrir skáldsöguna DNA.

Dómnefnd verðlaunanna í ár skipuðu Guðrún Ögmundsdóttir, formaður nefndar, Vera Knútsdóttir og Páll Kristinn Pálsson.

Skáld.is óskar Lilju til hamingju!