• Steinunn Inga Óttarsdóttir

„Brátt verður allt bjart“


Norma E. Samúelsdóttir

Gangan langa er þriðja ljóðabók Normu Samúelsdóttur en áður sendi hún frá sér skáldsöguna Næst síðasti dagur ársins (1978), og ljóðabækurnar, Tréð fyrir utan gluggann minn (1982) og Marblettir í regnbogans litum (1987). Í Göngunni löngu er að finna 63 ljóð sem öll fjalla um síðustu daga gamallar konu sem skynjar að lífi hennar er brátt lokið: jökullinn heilsar henni og sumrinu gengur enn haltrandi horfir miðnæturbirtuna gegnum glært glerbrot ein í fjóru gangan langa senn á enda gangan senn á enda (Gangan langa) Ljóðin eru öll kennd við göngu, heita Fyrsta gönguferð, Önnur gönguferð, Þriðja gönguferð, Tuttugasta ferð með gangastúlku o.s.frv., og hver ganga mjakar konunni nær dauðanum. Hún færist frá einu sviði til annars, eilíflega hrædd um að misstíga sig, alltaf hrædd um að komast ekki heim. Hugsanir hennar eru eins og litlir flögrandi fuglar, staldra stutt við á hverjum stað þar sem hún ráfar um göturnar og hugleiðir líf sitt og tilveru. Hugurinn reikar til og frá, dvelur um stund á sjúkrahúsi eða í kirkju eða við löngu horfna daga þegar návist hennar hafði eitthvað að segja. Hún þráir þetta undursamlega líf sem hún eitt sinn tók þátt í af lífi og sál, skynjar fremur en finnur aö hún er ennþá til og langar að vera. Tilfinningarnar eru sveiflukenndar og breytast frá einu ljóði til annars. Stundum er konan glöð og finnst lífið vera eins og lítið fallegt ljóð en fyrr en varir fyllist hún trega og óþoli. Af fullum þunga hvolfist yfir hana sú vissa að áhyggjuleysi og heilbrigði æskunnar er að baki:

Eins og lítil lömb hlaupa þau úr skólastofunni hoppa og skoppa og kasta einum tveimur snjókúlum ó frelsi ó frelsi hækjurnar stara láréttar og bíða Mikið er leiðinlegt að ganga ekki heil og finna til Asnalegt vitlaust asnalega vitlaust og hún horfir annars hugar framhjá samverumönnum sínum æ hvers vegna (Þrítugasta ferð með hlaupandi skólabörnum) Stíllinn á ljóðabók Normu Samúelsdóttur er einfaldur og tilgerðarlaus og gjarnan má heimfæra uppsetningu ljóðanna beint upp á hugarástand konunnar sem er brotakennt, fjarlægt og hreint ekki átakalaust. Í myndmálinu býr óskin um frelsi, líf án fjötra. Hækjan er tákn sjúkleika og elli og aftrar konunni frá því að gera það sem hún þráir heitast, að hlaup um,klífa fjöll, gera þaö sem hún hefur ekki enn fengið að gera, vera frjáls. Konan fylgist angurvær með flugi fuglsins um himininn þar sem hún situr alein við hafið og kemst hvergi. Hún er fangi löngunar sinnar líkt og flugan sem gengur upp og niður rúðuna og vill út í vorið sem er svo ótrúlega stutt.Á einlægan hátt er í Göngunni löngu fjallað um vandamál ellinnar, sársaukann sem gjarnan fylgir því að vera ekki lengur „fullkominn" þátttakandi í lífinu, veikindi, einmanaleika og óttann við dauðann sem oft felur samt í sér vonina um nýtt og betra líf: Horfir enn gimsteinana á himni Brátt verður allt bjart Og hún á förum (Sextugasta og fyrsta ganga án hækju) Ritdómurinn um ljóðabókina Gangan langa eftir Normu Samúelsdóttur birtist fyrst í DV, laugardaginn 19.janúar 1991