Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband

Mynd fyrir Louise Bourgeois, vinnustofu og þögn - Steinunn Ásmundsdóttir

 

Ljóð vikunnar að þessu sinni er eftir Steinunni Ásmundsdóttur  og er sótt í nýútgefna bók hennar Áratök tímans. Ljóðabókin kom út 5. maí síðastliðinn hjá Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi. Snemma árs árið 2016 urðu mikil tímamót í lífi Steinunnar því þá gaf hún sig aftur að skáldskapnum eftir tuttugu ára fjarveru á þeim vettvangi. Það sama ár opnaði hún hugverkavef sinn Yrkir.is sem geymir yfir 200 ljóð, bæði frumsamin og þýdd, ásamt sögum og ýmsum greinum. Á vef Steinunnar er hægt að panta eintak af ljóðabókinni.

 

 

Frekari upplýsingar um Steinunni má finna í Skáldatalinu.

 

 

 

 

 

Mynd fyrir Louise Bourgeois,

vinnustofu og þögn

(Hamborg, Þýskaland)

 

Athugar hvort þögnin er

ærandi stillt.

Hún skenkir þessari þögn

sköpun, tilfinningu, verk.

Rýmið þenst út

til endimarka skynjunar

og kjarnast í augasteinum.

Skerandi sársauki

ævagamallar reiði

í garð rudda og kúgara.

Þögult andóf formæðra

sem blóðá um æðar

dætra allra tíða.

Rennur enn

og inn í þagnarspegla

sem endurkasta vitneskju

í vitundina svo úr dreyrir.

Ærandi þögnin er hljóð.

 

Der Ort des Gedächtnisses

 

(Áratök tímans, útg. 2018).

 

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload