• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Þríleikurinn um Auði væntanlegur á hvíta tjaldið


Þess verður ekki langt að bíða að hinar feiknivinsælu bækur Vilborgar Davíðsdóttur um Auði djúpúðgu munu rata á hvíta tjaldið. Bjarni Haukur Þórsson, leikstjóri og framleiðandi, sem rekur sænska framleiðslufyrirtækið, Thorsson Produktion AB, hefur keypt kvikmynda- og sjónvarpsréttinn að bókunum.

Þríleikurinn um Auði djúpúðgu eru sögulegar skáldsögur sem gerast á 9. öld. Sú fyrsta, Auður, kom út árið 2009, framhald hennar, Vígroði, kom út 2012 og sú síðasta, Blóðug jörð, 2017.

Bækurnar hafa hlotið fádæmagóðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda og var Auður tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband