• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Gildran tilnefnd til breskra glæpasagnaverðlauna


Gildran eftir Lilju Sigurðardóttur er tilnefnd til hinna virtu bresku glæpasagnaverðlauna CWA International Dagger sem besta alþjóðlega bókin. Gildran ber titilinn Snare í enskri þýðingu Quentin Bates og er þarna í hópi tíu spennusagna eftir þekkta höfunda á borð við Arnald Indriðason, Pierre Lemaitre, Henning Mankell, Roslund & Hellström og Fred Vargas.

Hér má sjá listann yfir tilnefningarnar.