• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Nýjar ljóðabækur í seríu Meðgönguljóða

Næstkomandi miðvikudag, 16. maí, verður fagnað útgáfu nýrra bóka í seríu Meðgönguljóða, bókaflokki Partusar helguðum nýjabruminu í íslenskri ljóðlist. Hófið verður haldið í Mengi á Skólavörðustíg og hefst það klukkan 20. Bækurnar sem kynntar verða eru þrjár og eru þar af tvær eftir konur: Kvöldsólarhani eftir Lilý Erlu Adamsdóttur og Siffon og damask eftir Sigrúnu Ásu Sigmarsdóttur en báðar eru að gefa út sína fyrstu ljóðabók. Aðgangur er ókeypis og verða léttar veitingar í boði.