• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Til hamingju með alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins

Í tilefni af 1. maí birtum við ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur (1942-2016)

HÚM

Með húminu kemur mýktin raddirnar fá flauelsáferð sjáöldrin verða fjólublá í húminu er enginn sannleikur engin trú ekkert stríð aðeins þessi mjúki dökki friður augnanna aðeins þessi kyrra mjúka dýpt andartaksins áður en myrkrið skellur á

Hvar sem ég verð, 2002

Mynd af Ingibjörgu: mbl.is

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband