Ný íslensk myndasaga: Glingurfugl

 

Ný íslensk myndasaga, Glingurfugl, kemur út á laugardaginn, 5. maí, en hún er útskriftarverkefni Elínar Eddu í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands.

 

Elín Edda er 22 ára útskriftarnemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands en hún hefur fengist við teikningu og skriftir frá því hún man eftir sér. Árið 2014 gaf hún út myndasöguna Plöntuna á ganginum í samstarfi við Elísabetu Rún, myndasöguna Gombra árið 2016 og ljóðabókina Hamingjan leit við og beit mig sama ár.

 

Myndasagan Glingurfugl fjallar á ljóðrænan og hljóðlátan hátt um ferðalag tveggja fugla, Margrétar og Evu, til að endurheimta minningar þeirra og uppgötva eigið sjálf í dularfullum heimi sem er óvinveittur fuglum. Myndasagan er gefin út í 200 eintökum og inniheldur 64 blaðsíður af vatnslita- og blekmyndum. Bókin er sjálfstætt framhald myndasögunnar Gombra (2016), eftir sama höfund, en í Glingurfugli eru nýjar persónur kynntar til leiks.

 

Hægt er að panta eintak af þessari fallegu bók hjá Elínu Eddu í síma 849 8123 og skoða fleiri verk eftir hana á heimasíðu hennar.

 

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands opnar kl. 14.00, laugardaginn 5. maí, á Kjarvalsstöðum. Allir velkomnir.

 

 

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband