• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Fjórar skáldkonur tilnefndar til Maístjörnunnar


Í gærdag voru kynntar tilnefningar til ljóðaverðlaunanna Maístjörnunnar en af fimm tilnefndum skáldum eru fjórar skáldkonur: Elísabet Jökulsdóttir er tilnefnd fyrir Dauðann í veiðarfæraskúrnum, Bergþóra Snæbjörnsdóttir fyrir Flórída, Eydís Blöndal fyrir Án tillits, Kristín Ómarsdóttir fyrir Kóngulær í sýningargluggum og auk þessara flottu kvenna er Jónas Reynir Gunnarsson tilnefndur fyrir Stór olíuskip.

Maístjarnan er einu verðlaunin á Íslandi sem eru einungis veitt fyrir útgefna íslenska ljóðabók. Ljóðaverðlaunin eru á vegum Rithöfundasambandsins og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og skipa að þessu sinni dómnefnd Magnea J. Matthíasdóttir fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Rannver H. Hannesson fyrir hönd Landsbókasafns.

Verðlaunin verða afhent 18. maí næstkomandi, á degi ljóðsins, í Þjóðarbókhlöðunni.

Myndin er fengin af síðu Rithöfundasambands Íslands.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband