SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir19. apríl 2018

Villimaður í París

Það var húsfyllir á Bárugötu 5 í gærdag þegar Þórunn Jarla Valdimarsdóttir fagnaði útkomu nýju ljóðabókar sinnar: Villimaður í París. Bókina tileinkar Þórunn Eggerti Þór Bernharðssyni, eiginmanni sínum heitnum, og prýða bókina ljósmyndir eftir hann en teikningarnar eru eftir hana. Ljóðin eru innblásin af dvöl þeirra hjóna í Kjarvalsstofu í París tvo vormánuði árið 2013.

Villimaður í París er þriðja ljóðabók Þórunnar en hún hefur hlotið þrettán tilnefningar fyrir skrif sín og sjö viðurkenningar. JPV gefur bókina út.

Skáld.is óskar Þórunni til hamingju með þessa fallegu bók.

F.v. er skáldkonan Þórunn, Þórhildur barnabarn hennar, sem sá um bókasöluna, og góðir gestir sem glöddust með Þórunni.