- Jóna Guðbjörg Torfadóttir
Konur hljóta Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar
Öll verðlaunin komu í hlut kvenna: Kristín Helga Gunnarsdóttir var verðlaunuð fyrir bók sína Vertu ósýnilegur: flóttasaga Ishmaels, Magnea J. Matthíasdóttir fyrir þýðingu sína á Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur og Rán Flygenring fyrir myndskreytingar í bókinni Fuglar.
Dómnefnd var skipuð Brynhildi Björnsdóttur, formanni, Jónu Björgu Sætran borgarfulltrúa, Gunnari Birni Melsted grunnskólakennara, Davíð Stefánssyni, fulltrúa Rithöfundasambands Íslands, og Þórdísi Aðalsteinsdóttur, fulltrúa Sambands íslenskra myndlistarmanna.