• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Konur hljóta Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar voru afhent í Höfða í dag. Veitt voru verðlaun fyrir bestu frumsömdu barna- og unglingabókina á íslensku, bestu þýðingu á barna- og unglingabók og bestu myndskreytingu á barna- og unglingabók.

Öll verðlaunin komu í hlut kvenna: Kristín Helga Gunnarsdóttir var verðlaunuð fyrir bók sína Vertu ósýnilegur: flóttasaga Ishmaels, Magnea J. Matthíasdóttir fyrir þýðingu sína á Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur og Rán Flygenring fyrir myndskreytingar í bókinni Fuglar.

Dómnefnd var skipuð Brynhildi Björnsdóttur, formanni, Jónu Björgu Sætran borgarfulltrúa, Gunnari Birni Melsted grunnskólakennara, Davíð Stefánssyni, fulltrúa Rithöfundasambands Íslands, og Þórdísi Aðalsteinsdóttur, fulltrúa Sambands íslenskra myndlistarmanna.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband